Öfugsnúinn dagur

15 Feb 2019

Í dag var öfugsnúinn dagur hjá okkur hér í Gefnarborg. Margir mættu strax í morgunsárið í öfugsnúnum fötum. Nokkrir sátu á gólfinu þegr þeir fengu sér morgunmat. Ekki var annað hægt því borðin voru jú á hvolfi.