Svefn og hvíld

Hvíld er nauðsynleg börnum sem dvelja stóran hluta dagsins í leikskólanum. Svefn og hvíld eru mikilvægir þættir heilbrigða lífshátta og gefa okkur orku til að takast á við dagsins gleði og leik.

Í leikskólanum fara öll börn í hvíld eftir hádegisverð, sum börn sofna og önnur ekki og fer það eftir ósk og þörfum barna hverju sinni. Í hvíld reynum við að skapa rólegt andrúmsloft þar sem lesin er saga og hlustað á tónlist.

Vakin er athygli á því að það er einstaklingsbundið hvað börn þurfa að sofa mikið. Megin reglan er sú að eins til þriggja ára börn sofa að meðaltali oftast 10 – 12 tíma á sólarhring.

Kennarar skrá svefntíma barnanna á blöð sem hanga fyrir framan hverja deild.