Leikskólinn Gefnarborg var byggður af Kvenfélaginu Gefn og tók til starfa 10. júní 1971. Kvenfélagið rak leikskólann til áramóta 1985 - 1986 en þá keypti Gerðahreppur hann og rak til 1. ágúst 1986. Eftir það var reksturinn boðinn út og hefur verið í einkarekstri síðan. Leikskólinn flutti í núverandi húsnæði 15. ágúst 1999. Viðbygging við leikskólann var opnuð 14. ágúst 2006 og var þá þriðja deildin tekin í notkun og síðan fjórða deildin í ágúst 2008. Stærð húsnæðisins er 607,6 fermetrar og leikrýmið er 314,6 fermetrar. Í leikskólanum eru starfræktar fjórar deildir og heita þær Kátakot, Sælukot, Hálsakot og Vinakot. Í leikskólanum er boðið upp á morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu.

Rekstraraðili leikskólans er Hafrún Ó. Víglundsdóttir og leikskólastjóri er Ingibjörg Jónsdóttir.