news

Aukin útivera og skynjun

05 Feb 2020

Í gær bauð foreldrafélagið upp á fyrirlestur þar sem Pálína Ósk Hraundal ferðamálafræðingur og útivistarkennari flutti erindi um mikilvægi útiveru og skynjunar. Pálína ásamt Önnu Lind Björnsdóttur samstarfsfélaga sínum kom einnig í september síðastliðinn og hélt vinnudag með starfsfólki Gefnarborgar ásamt starfsfólki Tjarnarsels í Reykjanesbæ.

Það var því virkilega gaman að foreldrar höfðu einnig tök á því að hlýða á þetta mikilvæga erindi. Því eins og fram kom þá hefur útivera jákvæð áhrif á marga þætti svo sem, einbeitingu, sköpunargáfu, úthald, örvar skilningarvit, veitir gleði og ánægju og eflir hreyfiþroska barna. Það kom einnig ríkt fram að við öll, foreldrar og aðrir uppalendur erum stærsta fyrirmyndin, það sem við þurfum ætíð að hafa hugfast.

Pálína gaf okkur mörg góð ráð og hugmyndir til að efla jákvætt viðhorf til úiveru og við efumst ekki um að allir þeir sem sóttu fyrirlesturinn í gær hafi farið heim full af eldmóði og og séu tilbúnir í slaginn og láti ekkert stoppa sig. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða upp á þennan flotta fyrirlestur og efumst ekki um að þetta hafi góð áhrif á Töfraborg, verkefnið okkar allra.