Kæru börn og foreldrar
Starfsfólk Gefnarborgar býður ykkur hjartanlega velkomin í leikskólann. Við vonumst til að eiga í vændum ánægjuleg samskipti og samvinnu þar sem markmiðið er að allir fái að njóta sín og eiga hér ánægjulegar stundir.

Framtíðarsýn Gefnarborgar
Er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem einstaklingur, fái að njóta bersnku sinar í leik og starfi í þroskavænlegu umhverfi. Börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og temji sér jákvæð samskipti.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - gleði - leikur.