Leikskólinn Gefnarborg hóf þátttöku í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis á skólaárinu 2016 - 2017.

Heilsueflandi leikskóla á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.

Mikill samhljómur er með þróunarstarfi Heilsueflandi leikskóla og grunnþættinum um heilbrigði og velferð. Heilsueflandi leikskóli mun því nýtast leikskólum sem verkfæri til að innleiða grunnþáttinn heilbrigði og velferð sem er einn af grunnþáttum Aðalnámskrá leikskóla.

Heilsueflandi leikskóli mun leggja sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að Heilsueflandi leikskólar setji sér heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarf, ásamt tímasettri aðgerðaáætlun, og að í skólanámskrá sé tekið mið af stefnunni. Amennt er talið raunhæft að áætla 5-7 ár í vinnu við innleiðingu áður en viðhald hefst.

Leikskólinn Gefnarborg hefur nú þegar hafist handa við að vinna með þættina hreyfing, mataræði og starfsfólk á skólaárinu 2016 – 2017. Gert er ráð fyrir að vinna með þá þætti haldi eitthvað áfram á skólaárinu 2017 – 2018. Búið er að skipa stýrihóp innan leikskólans. Einnig er búið að skipa tvo foreldra sem fulltrúa í stýrihópnum. Fulltrúar frá Skólamat sitja að auki í rýnihóp og koma þá að þættinum mataræði.

Frekari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi leikskóli má finna á vefslóðinni:

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item30702/Heilsueflandi-leikskoli