Grænfánaskóli

Gefnarborg er grænfánaskóli sem merkir að leikskólinn er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem vinnur að því að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Frá árinu 2008 hefur leikskólinn verið Grænfánaleikskóli en á tveggja ára fresti þarf að endurnýja umsókn.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.

Okkar helstu markmið eru að:

  • Við ætlum að ganga vel um og vernda umhverfi okkar
  • Við ætlum að spara rafmagn og vatn
  • Við ætlum að minnka rusl og mengun
  • Við ætlum að flokka og endurvinna rusl
  • Við ætlum að kynnast átthögum – upplifa og njóta

Markmið skóla á grænni grein eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur
  • Efla samfélagskennd innan skólans
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál