news

Þróunarverkefni

11 Sep 2020

Í kjölfar námsferðar sem fjórir starfsmenn sóttu til Póllands fyrir tæpu ári þar sem áhersla var á skynjun og börn kom upp sú hugmynd að sækja um þróunarstyrk í gegnum Erasmus+ KA2 samstarfsverkefni. Mikil vinna liggur á bakvið umsókn sem þessa og það er því með mikilli gleði og stolti sem við tilkynnum að umsóknin okkar var samþykkt. Verkefnið okkar heitir á ensku Inclusion through Sensory Integration, við eigum enn eftir að finna gott íslenskt heiti á það. En Sensory Integration þýðum við sem skynreiða og það verður orð sem við ætlum að temja okkur. Skynreiða er þegar heilinn sameinar skilaboð frá fleiri en einu skynsvæði þannig að úr verður skiljanleg heild.

Markmið verkefnsins er að stuðla að og efla félagslega þátttöku barna með skynreiðu að leiðarljósi þegar unnið er með : læsi, útinám og sköpun og umhvefið. Leitast verður eftir því að starfsmenn skilji, meti og þrói vinnubrögð sem styðja við þroska barna með skynreiðu og vel skipulögðu námsumhverfi að leiðarljósi. Gefnarborg mun leiða þetta verkefni og samstarfsskólar okkar koma frá eftirfarandi löndum: Grikklandi, Króatíu, Svíðþjóð og Rúmeníu. Verkefnið mun hefjast formlega í lok desember á þessu ári og ljúka 2023. Það eru því virkilega spennandi tímar og miklar áskoranir framundan hér í Gefnarborg. Það má ekki gleyma því að það verður einnig óskað eftir þátttöku foreldra/forrráðamanna í þessu þróunarverkefni okkar