Fatnaður

Þar sem leikskólinn er vinnustaður barnanna er nauðsynlegt að þau séu í viðeigandi fatnaði. Mikilvægt er að fatnaður barna sé þægilegur. Í leikskólanum er unnið með margskonar efni og alltaf geta orðið óhöpp og því er nauðsynlegt að börn séu í fatnaði sem sjá má á, vinsamlegast takið tillit til þess. Klæðnaður skal ávallt vera í samræmi við veðurfar. Við leggjum mikla áherslu á útiveru og vettvangsferðir í leikskólanum og því er nauðsynlegt að hafa góð útiföt s.s. stígvél, regnföt og hlýjan fatnað. Til að fatnaður glatist ekki er mikilvægt að merkja allan fatnað með nafni barnsins. Aukaföt eru geymd í plastkössum fyrir ofan hólf barnanna. Alltaf þarf að kíkja reglulega í þá kassa og passa upp á að þar sé viðeignandi fatnaður. Útifatnaður og skór mega vera geymd í leikskólanum á virkum dögum en eru tekin heim á föstudögum.

Við leggjum mikla áherslu á að þjálfa börnin sem mest í að klæða sig sjálf. Látið því ekki koma ykkur á óvart þótt húfan eða peysan snúi öfugt.

Börnin þurfa að vera með eftirfarandi aukaföt:

Nærföt

Sokkar

Gammósíur/sokkabuxur

Buxur

Bolur

Peysa

Börnin þurfa að vera með eftirfarandi útifatnað:

Úlpa

Regngalli

Kuldagalli

Stígvél/kuldaskór

Hlý peysa/hlýjar peysur

Húfa

Vettlingar 2 – 3 pör

Ullarsokkar