news

Skipulagsdagur og skólahald frá 4.maí.

14 Apr 2020

Skipulagsdagur sem vera átti 22.apríl hefur verið færður til þriðjudagsins 12.maí.

Skólahald í leikskólanum Gefnarborg mun hefjast að fullu aftur mánudaginn 4.maí. Næstu þrjár vikurnar munum við væntanlega fá fleiri upplýsingar um hvað má og hvað má ekki. Það varðar sem dæmi umgang foreldra í leikskóla, foreldraviðtöl, útskrift elstu barnanna, sumarhátíð og fleira. Við munum koma skilaboðum til allra um leið og við fáum upplýsingar.