Skipulagsdagur 11.mars

21 Feb 2019

Mánudaginn 11.mars næstkomandi er skipulagsdagur í leikskólanum Gefnarborg. Þann dag fara foreldraviðtöl einnig fram þar sem foreldri/foreldrar mæta eingöngu. Hvert foreldraviðtal tekur 20 mínútur og viljum við biðja alla að virða tímann sinn. Að hafa öll foreldraviðtöl á einum degi er frumraun hjá okkur og er það gert til að minnka álag í starfi þar sem að viðtölin hafa annars alltaf tekið viku. Þetta fyrirkomulag verður endurmetið í lok skólaárs.