news

Fjölþjóðadagur

09 Apr 2019

Fimmtudaginn 11.apríl verður haldinn fjölþjóðadagur hér í Gefnarborg. Að þessu sinni ætla allar deildir að vinna með Sólblóma verkefnið okkar. Hugmyndin að sólblómaleikskólum er komin frá SOS Barnaþorpunum í Noregi. Leikskólinn Gefnarborg hefur verið Sólblómaleikskóli frá upphafi þess þegar þetta verkefni var kynnt hér á Íslandi skólaárið 2014 - 2015. Að vera Sólblómaleikskóli felur í sér að leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi. Gefnarborg styrkir 8 ára gamlan dreng sem heitir Peter og býr í Úganda.

Sólblómaleikskólar fræðast um börn í öðrum löndum og hvernig þau búa við mismunandi aðstæður. Börnin fræðast um ólíka menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðuvísi en þau þekkja. Það verður gaman að sjá hvernig dagurinn þróast hjá okkur næstkomandi fimmtudag hér í leikskólann.