news

Dagur leikskólans

06 Feb 2020

Í dag var Dagur leikskólans en þetta er í 13. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti. Í dag eru einnig 70 ár síðan frumkvöðlar stofnuðu fyrstu samtök leikskólakennara. Að sjálfsögðu fögnuðu börn og starfsfólk Gefnarborgar deginum.
Áhersla var lögð á skynörvun um allan skólann og nutu börn og starfsfólk sín í botn. Starfsfólk leikskólans hefur lagt áherslu á í vetur á að fræðast um og efla skynörvun hjá börnum. En örvun skynfæra virkjar hugann til að vilja skoða það sem er í umhverfinu. Það ríkti mikil gleði þrátt fyrir að sumir þyrftu að yfirstíga smá ótta eins þegar þurfti að smakka eitthvað óvænt eða að ganga á mismjúku undirlagi????