news

Bóndadagur

24 Jan 2020

Í dag er fyrsti dagur Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur og þá er til siðs hér í Gefnarborg að bjóða feðrum og öfum í morgunverð. Á boðstólum í morgun var boðið upp á hafragraut og ýmsan þorramat til að smakka. Börn, feður og afar áttu yndislega stund í morgun og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Börn og starfsfólk héldu síðan áfram að skemmta sér og eftir hádegi fengum við góðan gest í heimsókn en þá mætti Sigurður Smári Hansson með gítarinn sinn. Hann spilaði og söng fyrir okkur og tóku allir mjög vel undir. Við þökkum Sigurði Smári einnig kærlega fyrir komuna. video-1579878658.mp4